Evrópska ungmennagáttin

Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Citizens Initiative
© European Commission

Langar þig til að breyta lagabókstafnum?

Hvað mundir þú gera ef þú gætir ráðið? Með svokölluðu borgaralegu frumkvæði, þá getur getur þú haft áhrif á stefnumyndun EB og jafnvel komið með þitt eigið frumvarp til laga.

Evrópska borgaralega frumkvæðið gerir þér kleift að taka milliliðalaust þátt í stefnumótun EB, með því að hvetja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til þess að leggja fram nýtt lagafrumvarp.

 

Þetta hefst á hugmynd …

Ef hugmynd þín er á sviði stefnumótunar þar sem framkvæmdastjórnin hefur tök á að leggja fram tillögur að lagabreytingum, þá getur þú lagt fram borgaralegt frumkvæði þar að lútandi.

Auðvitað eru viss formleg skilyrði sem þú þarft að uppfylla til þess að þetta sé gerlegt – meðal annars, þá er ekki hægt að gera það einn síns liðs: leggja þarf frumkvæði þitt fram sameiginlega og fyrir milligöngu „borgaranefndar” .

Auk þess þarftu að geta safnað 1 milljón undirskriftum í fjölmörgum mismunandi EB-löndum.

En komist þú þetta langt, þá eru allar líkur á að björninn sé unninn!

 

Hvað gerist næst?

Þegar milljón undirskriftirnar eru komnar í hús, þá getur þú treyst því að:

  • framkvæmdastjórnin muni taka frumkvæði þitt til alvarlegrar skoðunar – þú getur meira að segja fengið fund með embættismönnum framkvæmdastjórnarinnar í eigin persónu til þess að útskýra betur hugmyndir þínar í smáatriðum
  • þú getur kynnt frumkvæði þitt á opnum áheyrnarfundi hjá Evrópuþinginu

Framkvæmdastjórninni er lagalega skylt að veita þér formlegt svar, þar sem hún mun gera grein fyrir, annað hvort, til hvaða aðgerða hún hyggst grípa og hver vegna eða, hins vegar, hvers vegna hún getur ekki aðhafst.

Ef framkvæmdastjórnin ákveður að grípa til aðgerða, þá verður það í líki formlegs frumvarps til nýrrar lagasetningar. Engu að síður, til þess að lögin taki gildi, þá verður lagasetningin að vera samþykkt (venjulega) af bæði Evrópuþinginu og ríkisstjórnum EB ríkjanna sem koma fram sem ein heild á vettvangi EB ráðsins.