You are here

flag

Útgefið efni: 15/04/2013 16:51

Evrópska sjálfboðaliðaþjónustan: hvað er nú það?

Ertu milli 18 og 30 ára og fús til þess að eyða milli 2 til 12 mánuðum erlendis sem EVS sjálfboðaliði?

A picture

© shutterstock.com - DeiMosz

Hvernig virkar þetta?

Um sérhvert EVS verkefni er gerður samstarfssamningur milli tveggja eða fleiri framkvæmdastofnana. Þessar framkvæmdastofnanir bera ábyrgð á því að safna sjálfboðaliðum til verkefna sinna.

Sjálfboðaliðar gerast þáttakendur í EVS fyrir milligöngu svokallaðar sendistofnunar í því landi þar sem þeir búa og móttökustofnunar sem tekur á móti þeim og annast þá meðan á þjónustutíma þeirra stendur.

Verkefnin standa frá 2 upp í 12 mánuði og sem sjálfboðaliði þá getur verið að þér verði falið að starfa á aðskiljanlegustu sviðum , t.d. menningar- ungmenna- íþrótta- barna- menningararfleifðar- lista- dýravelferðar eða umhverfissviðum og samvinnu í þróunarmálum. Að EVS starfstíma þínum loknum, þá færðu skírteini sem staðfestir þátttöku þína og þar er verkefninu jafnframt lýst – svokallað Youthpass.

Þú munt fá frítt fæði og húsnæði, tryggingar og vasapeninga. Það eina sem þú gætir þurft að borga er örlítil þátttaka (að hámarki 10%) í þínum eigin ferðakostnaði.

 

„Aðgerðin er geysilega mikilvæg og skapar fjölmörgu ungu fólki, sem annars ættu aldrei möguleika á því, tækifæri til þess að ferðast og upplifa aðra menningarheima”
K. Rice - EVS sjálfboðaliði á Englandi

 

Hvernig get ég sótt um?

Ef þú ert milli 18 og 30 ára (eða að minnsta kosti 16 ef þú ert úr illa settum samfélagshópi ), þá áttu um tvo kosti að velja:

1. Setja þig í samband við stofnun eða fyrirtæki sem er að ráða til sín sjálfboðaliða vegna styrkts verkefnis EÐA

2. Setja þig í samband við stofnun eða fyrirtæki til þess að koma verkefni á laggirnar

Til þess að komast í samband við fyrirtæki eða stofnanir, flettið þá upp í gagnagrunni um viðurkennd fyrirtæki eða stofnanir.

Þú getur athugað listann yfir þau lönd sem koma til greina í verkefnaleiðbeiningunum.