Evrópska ungmennagáttin

Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

A picture
© shutterstock.com - Yuri Arcurs

Evrópsk ungmennaskipti og áætlanir – læra af eigin reynslu

Áætlanir um æskuna í Evrópu gera þér, sem Evrópubúa, kleift að taka virkan þátt og kynnast öðrum frá mismunandi löndum. Kynntu þér hvaða áætlanir eru í boði.

Evrópa unga fólksins – býður upp á ungmennaskipti, framtaksverkefni þeirra og verkefni af gerðinni ungmenni styðja lýðræðið, sem öll eru hluti af EB áætluninni Evrópa unga fólksins. En um hvers konar framtak er að ræða?

 

Ungmennaskipti

"Slainte agus An Oige" safnaði saman 40 manns, ungu fólki frá Írlandi, Litháen, Póllandi og Bretlandi í  Omagh á Norður-Írlandi. Tilgangurinn var að gefa unga fólkinu tækifæri til þess að smíða sér ramma um heilbrigðan lífsstíl með því að taka þátt í áhugamálum og viðburðum utanhúss. Unga fólkið reyndi fyrir sér í ýmsum íþróttagreinum og tók þátt í vinnustofum. Allir þjóðahóparnir tóku einnig að sér að setja upp kynningu á menningu og sögu síns eigin lands. Verkefnið hjálpaði fólki til þess að byggja upp sjálfstraust, að vera opinn fyrir öðru fólki, að opna hugann, að kynnast annarri menningu og frábrugðnu gildismati í öðrum löndum.

 

Framtaksverkefni ungmenna á landsvísu

Í Tyrklandi hóf ungt fólk, 12 að tölu, samstarf við frjáls félagasamtök í heimalandinu um verkefni sem miðaði að því að kenna götubörnum grundvallaratriðin í tölvunotkun. Til þess að gefa þessu framtaksverkefni ungmenna á landsvísu evrópska vídd, þá gerði unga fólkið sér far um að rannsaka aðstæður barna sem búa við sambærilegar aðstæður í öðrum Evrópulöndum. Hópurinn safnaði þessum upplýsingum saman, deildi því sem þau komust að með öðrum og ræddu það sem var sameiginlegt og frábrugðið að því er varðar lífsskilyrði götubarna í hinum ýmsu Evrópulöndum.

 

Verkefni ungmenna sem styðja lýðræðið

Sveitarfélögin Mynämäki og Lieto í Finnlandi og tveir ungmennahópar frá Kjøllefjord í Noregi settu á stofn ungmennaverkefni til stuðnings lýðræðinu í báðum löndum. Þetta unga fólk, á aldrinum 15-17 ára, þar á meðal nokkur sem höfðu tekið þátt í ungmennaráðum heima fyrir, var upprunnið í smáum og afskekktum sveitarfélögum. Tilgangurinn með verkefninu var að rannsaka ákvarðanatökuferlið og til þess að koma unga fólkinu og þeim sem tóku ákvarðanirnar í nánari kynni hvert við annað. Unga fólkið byggði sér sitt Draumaþorp þar sem hóparnir líktu eftir ákvarðanatökuferlinu í bæjarráðum og athuguðu hvernig fulltrúalýðræðið virkar í reynd.

Meira um þessi verkefni og önnur verkefni Evrópu unga fólksins.

 

Hvernig á að sækja um

þú verður að vera:

  • á aldrinum milli 13 og 30 ára eða vera virkur í unglingastarfi eða ungmennasamtökum
  • að vera búsettur í einu af þeim löndum sem gjaldgeng eru.

Meira um hvernig á að sækja um.

Ef þú og þitt verkefni eruð tæk, þá áttu að senda umsókn þína til EACEA eða þinnar heimastofnunar.

 

Umsóknarfrestir

Vegna verkefna sem sótt er um til heimastofnunar, þá eru 3 umsóknarfrestir á ári:

  • 1. febrúar – vegna verkefna sem hefjast milli 1. maí og 31. október
  • 1. maí – vegna verkefna sem hefjast milli 1. ágúst og 31. janúar
  • 1. október  – vegna verkefna sem hefjast milli 1.janúar og 30. júní

 

Vegna verkefna sem sótt er um til Framkvæmdastofnunar EACEA, þá eru líka 3 umsóknarfrestir á ári:

  • 1. febrúar - vegna verkefna sem hefjast milli 1. ágúst and 31. desember
  • 1. júní – vegna verkefna sem hefjast milli  1. desember og 30. apríl
  • 1. september – vegna verkefna sem hefjast milli 1. March and 31. júlí