Evrópska ungmennagáttin

Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

A picture
© iStockphoto.com - sjlocke

Drífum okkur af stað með Hreyfingarvikunni!

Íþróttir og líkamleg áreynsla geta bætt lífsgæði þín umtalsvert með því að færa þér aukinn kraft og orku og gera manni auk þess betur kleift að ná betri tökum á streitu- og svefnvandamálum. Drífum okkur þessvegna strax af stað með hreyfingarvikunni!

Evrópska íþrótta- og hreyfingarvikan er árlegt átak út um alla Evrópu sem miðar að því að auka þátttöku í íþróttum, fá fólk til þess að reyna á sig líkamlega og hafa þannig jákvæð áhrif á Evrópsk samfélög.

Árið 2012, þegar fyrsta hreyfingarvikan fór fram, þá tókst að ná saman einstaklingum, stofnunum og borgum alls staðar að úr Evrópu til þess að halda eina stóra íþrótta-og hreyfingarhátíð með einkunnarorðunum Fáum 100 milljón fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig og stunda íþróttir.

 

Hvað gerist?

Á meðan á vikunni stendur, þá skipuleggja félagasamtök eða borgir ýmsa viðburði til þess að virkja borgarana og fá þá til þess að mæta og taka þátt í íþróttum eða öðrum uppátækjum og til þess að hreyfa sig: íþróttafélög veita utanfélagsfólki aðgang að sínum greinum, þolgöngur, hlaup, dans og fimleikar eru skipulögð – raunar hvaða áreynsla sem er, fólki finnst skemmtileg og vill taka þátt í.

Enska körfuboltasambandið og stofnunin Foundation 4 Life skipulögðu stórkostlegu körfuboltahátíðina í London, sem stóð opin öllu ungu fólki á aldrinum 13-25 ára. Meðal viðburða á hátíðinni var 3‑gegn‑3 körfuboltamót, jaðaríþróttir og stjörnuleikur.

Íþróttafélagið Vlasta Syslová, í Benesov (Tékklandi) hélt síðdegisæfingu á tækjum utanhúss, farið var í norræna göngu og umræður fóru fram um nauðsyn þess að stunda heilsusamlega hreyfingu.

En fyrst og fremst, þá skiptir öllu máli að allir skemmti sér vel á meðan verið er að hvetja þá til þess að stunda íþróttir og holla hreyfingu og drífa sem flesta íbúa með sér í slíkt sameiginlegt átak.

 

Styddu hreyfingarvikuna

HREYFINGARVIKAN stendur öllum opin, óháð aldri, hvar sem er í Evrópu. Með því að taka þátt í atburðum hreyfingarvikunnar, þá getur þú og þín stofnun, þín borg eða bæjarfélag notið ávaxtanna af þeim viðburðum miklu lengur heldur en bara eina viku. Það má reikna með:

  • að tengsl milli manna í samfélaginu batni
  • óbeinni kynningu á íþróttafélagi þínu og borginni og að þar séu menn líkamlega virkir og umhyggjusamir
  • betri sýnileika á hvað þitt íþróttafélag eða borg hefur uppá að bjóða í íþróttamálum
  • að fólk verði sér betur meðvitað um ávinninginn af íþróttum og að hreyfa sig
  • jákvæðri ímynd út á við um þitt íþróttafélag og félags- og íþróttalegan höfuðstól borgarinnar.
  • að tengslanet og sambönd komist á jafnt á landsvísu sem á alþjóðavísu
  • öflugri kynningu á þínu íþróttafélagi, stofnun eða borginni, jafnt fyrir heimamönnum sem almenningi í öðrum löndum.