Evrópska ungmennagáttin

Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

A picture
© fotolia.com - Alexander Raths

Baráttan gegn HIV

Talið að um það bil 2.3 milljónir manna hafi verið HIV smitaðir á Evrópusvæðinu í árslok 2011. Hvernig getur þú hjálpað í baráttunni við veiruna?

HIV (alnæmisveiran í mönnum) ræðst á ónæmiskerfi þitt og hefur truflandi áhrif á möguleika líkama þíns til þess að berjast gegn þeim veirum, bakteríum og sveppum sem valda sjúkdómum. Ef smitið uppgötvast ekki og hlýtur viðeigandi meðferð, þá veikist ónæmiskerfið smátt og smátt og þróast yfir í eyðni (alnæmi) – sem er langvinnur sjúkdómur og lífshættulegt ástand. HIV dreifir sér yfirleitt við kynmök, með blóði eða frá móður til barns.

 

Alþjóðlegi eyðnidagurinn

Hinn 1. desember ár hvert, dregur alþjóðlegi eyðnidagurinn saman fólki alls staðar að úr heiminum til vitundarvakningar um HIV/eyðni og til þess að sýna samstöðu í verki á alþjóðavísu gegn þessum heimsfaraldri. Hér gefst tækifæri til þess að auka skilning manna og styrkja forvarnir gegn HIV/eyðni auk umönnunar og meðferð sjúkra. Á árunum 2011-2015, þá verður þema alþjóðlega eyðnidagsins „Stefnum á núllið: ekkert nýtt HIV smit. Engin mismunun. Engin eyðnitengd dauðsföll”.

Engu að síður, þá geta menn sýnt stuðning sinn við alþjóðlega eyðnidagsinn allt árið um kring með því að heyja baráttu gegn HIV. Í því felst að afla sér upplýsinga um HIV og nota þá þekkingu til þess að vernda sjálfan sig og aðra. Á vefnum worldaidsday.org getur þú fundið fullt af gagnlegum hugmyndum og hvernig þú getur hagað þér á ábyrgan hátt.

 

Aflað fjár til eigin verkefnis

MTV stofnunin Höldum lífi styður við bakið á verkefnum ungs fólks sem stendur í baráttunni við að vinna bug á HIV á sínum heimaslóðum með nýstárlegum aðferðum.

Væntanlega verður tekið við nýjum umsóknum um mitt ár 2014.

 

Vertu upplýstur

Samtökin Alheimssamtök ungmenna gegn HIV/eyðni (GYCA) bjóða meðlimum sínum upp á ókeypis mánaðarlöng námsskeið á netinu í verkefnastjórnun, hvernig á að afla pólitísks stuðnings, hvernig á að sækja um styrki og afla fjár, auk undirbúnings vegna alþjóðlegu eyðniráðstefnunnar.

Venjulega er haldið eitt námskeið í hverjum mánuði, þar sem 20-25 þátttakendur eru valdir með tilliti til hversu mikilli reynslu þeir búa yfir í HIV/eyðni-málefnum, þeirrar skuldbindingar sem þeir hafa undirgengist að miðla þeirri færni sem þeir öðlast til jafningja sinna heima fyrir, á sínum heimavelli og til kynsystkina sinna. Ungmenni sem þegar búa við HIV og/eða tilheyra jaðarhópum fá að öllu jöfnu forgang við úthlutunarferlið. Ef þú hefur áhuga á einhverju af þessum námskeiðum, þá ættir þú að athuga með tímasetningu næstu net-námsskeiða og athuga hvenær umsóknarfresturinn rennur út.