Evrópska ungmennagáttin

Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

A picture
© shutterstock.com - LHF Graphics

Að kjósa er beittasta vopnið

Ekki orðinn alveg nógu gamall ennþá til að kjósa? Hvað veist þú um kosningar? Að kjósa er merkasta táknmynd þátttöku sem ríkisborgurum lýðræðisþjóðfélaga stendur til boða og nýta ber þau réttindi til hins ýtrasta.

Í lýðræðisþjóðfélögum, velur þjóðin sér ríkisstjórn fyrir milligöngu kosninga þar sem borgurunum stendur til boða að velja á milli margra frambjóðenda eða stjórnmálaflokka. Með atkvæði þínu lýsir þú yfir stuðningi við ákvörðun, frambjóðanda, úrval frambjóðenda eða stjórnmálaflokk. Þó það ráðist af því í hvaða landi þú býrð, þá getur þú yfirleitt kosið í sveitarstjórnar- héraðs- lands- eða í Evrópukosningum.

Í flestum löndum miðast kosningaaldur 18 ár, en þegar kosningaréttur var fyrst innleiddur þá var markið sums staðar sett við allt að 21 ár. Nú hefur  evrópski ungmennavettvangurinn hafið baráttu fyrir því að lækka kosningaldurinn í 16 og fylgja þannig í fótspor Austurríkis þar sem kosningaaldurinn er nú þegar 16 ár.

 

Evrópukosningarnar

Í kosningunum til Evrópuþingsins 2009 tók aðeins 29% af ungu fólki (á aldrinum 18-24) þátt og helmingurinn af þeim sem spurðir voru lýsti því yfir að það hefði ekki fengið nægilegar upplýsingar um kosningarnar. Ungt fólk fær tækifæri til þess að betrumbæta þessar tölur í næstu Evrópukosningum. Í júní 2014 munt þú geta valið fulltrúa lands þíns til þess að vera þingmaður (MEP) á Evrópuþinginu.

Góð leið til þess að kynna sér málefnin sem kosningarnar snúast um er að lesa stefnuskrár frambjóðendanna og að tala við foreldra þína og kennara. Sumir frambjóðendur hafa einnig sína eigin facebook-síðu þar sem þú getur fengið svör við spurningum þínum. Þegar næstu Evrópukosningarnar fara fram, þá munt þú geta sett þig í samband við næstu upplýsingaskrifstofu Evrópuþingsins.

Þótt þú búir erlendis, þá getur þú samt kosið í kosningum í þínu eigin landi, en í kosningum til Evrópuþingsins getur þú valið um hvaða land þú vilt kjósa fyrir. EB kosningaréttur þinn leyfir einnig að þú kjósir og sért frambjóðandi í sveitarstjórnarkosningum í því landi þar sem þú ert búsettur.

 

Næst þegar þú kvartar eða finnst að einhverju sé ábótavant í samfélaginu, því þá ekki að fara og kjósa?