Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Starfsnám hjá EB sendinefndina hjá Sameinuðu þjóðunum

A picture
© European Commission
Nú getur þú starfað samtímis hjá EB og SÞ – í starfsnámi hjá EB sendinefndinni hjá SÞ í New York. Kannaðu málið.

EB hefur stöðu fasts áheyrnarfulltrúa hjá SÞ. Sendinefnd þess kemur að starfi SÞ frá nánast öllum hliðum þess: mótun stefnumála, að koma á friði, mannúðaraðstoð og fjölmörgum öðrum.

 

Við hvað mun ég fást í starfsnáminu?

Í starfsnámi þínu hjá sendinefnd EB þá muntu fylgjast með starfi stofnana EB á borð við Öryggisráðið, Allsherjarþingið og hinum margvíslegu nefndum þess, sem og Efnahags- og félagsmálaráðinu.

Þar sem þú verður að störfum við hlið fulltrúa sendinefndarinnar, þá verður þér falið að gera uppkast að skýrslum og kynningum sem sendar verða til höfuðstöðva framkvæmdastjórnarinnar í Brussel og til sendinefnda framkvæmdastjórnarinnar vítt og breitt um heiminn.

 

Get ég sótt um?

Til þess að vera gjaldgengur, þá verður þú að:

  • vera EB ríkisborgari
  • hafa lokið að minnsta kosti þremur námsárum á háskóla-stigi, með aðalnámsgrein helst í stjórnmálafræði, hagfræði, þróunarannsóknum, umhverfisfræðum eða lögum á sviði mannréttinda/mannúðaraðstoðar
  • tala ensku reiprennandi
  • hafa fullnægjandi og víðtæka læknis- og slysatryggingu, sem gildir í Bandaríkjunum og Kanada.

Því miður, þá getur þú ekki sótt um ef þú hefur þegar verið í þjónustuþjálfun eða unnið hjá einhverri EB stofnun eða einingu í meira en 6 vikur.

 

Hvernig á að sækja um?

Fylla út umsóknareyðublaðið og senda það til Starfsnámsstjórans. Gengtu úr skugga um að í umsóknargögnum þínum séu fullfrágengið umsóknareyðublað, ferilskrá þín, bréf sem útlistar hvað þér gengur til, auk meðmæla frá núverandi og fyrrverandi kennurum eða vinnuveitendum.

 

Passaðu þig á umsóknarfrestinum!

Á hverju ári býður sendinefndin upp á þrjú tímabili handa sjálfboðaliðum í starfsnámi sem standa í 3-6 mánuði. Til þess að komast að því hvenær næsta umsóknarfresti lýkur, kíktu þá á Evrópusambandið @ Sameinuðu þjóðunum vefsetrið.

 

Útgefið efni: Þri, 07/05/2013 - 14:59


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!