Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Taktu þátt í umræðum á Evrópuþinginu

Euroscola Day

Hvernig væri að gerast þingmaður á Evrópuþinginu í einn dag – og komast að því í návígi hvernig þetta virkar allt sama, með hjálp Euroscola áætlunarinnar.

Euroscola gefur námsmönnum á aldrinum 16 til 18 ára frá öllum EB löndunum tækifæri til þess að eyða heilum degi sem þingmaður á Evrópuþinginu í Strassborg.

Auk þess að taka þátt í umræðum um evrópsk málefni á fullskipuðum þingfundum og í nefndastarfi, þá muntu einnig geta greitt atkvæði og samþykkt ályktanir. Þér mun einnig gefast tækifæri til þess að kynna þinn skóla og þín heimkynni fyrir öðrum þátttakendum.

Samhliða því, þá verður þú að beita tungumálakunnáttu þinni og afla þér nýrra vina á meðal annarra námsmanna alls staðar að úr Evrópu.

 

Hvernig á að sækja um

Fyrst verður þinn skóli að taka þátt í samkeppni við aðra skóla í þínu heimalandi og verða valinn til þátttöku í Euroscola.

Hvernig á að sækja um í því landi þar sem þú ert búsettur.

Ef þinn skóli er valinn til þátttöku, þá getur þú byrjað að æfa þig fyrir þennan dag með því að hala niður efni af Euroscola vefnum. Þannig getur þú aflað þér betri bakgrunnsupplýsinga um þau málefni sem tekin verða til umræðu.

 

Staðreyndir um Euroscola

Á hverju ári fara fram um 20 Euroscola þingfundir með um  600 þátttakendum að jafnaði.

Útgefið efni: Þri, 23/04/2013 - 14:10


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!