Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Hvað er evrópski ungmennavettvangurinn?

A picture
© shutterstock.com - YanLev
Þessi heildarsamtök, rödd unga fólksins í Evrópu, leggja sig fram um að auka áhuga þeirra og hvetja þau til þess að taka meiri þátt í mótun þjóðfélagsins.

Evrópski ungmennavettvangurinn (EYF) er regnhlífasamtök fyrir ungmennasamtök á landsvísu vítt og breitt um Evrópu, EYF aðildarsamtök, sem samanstendur af ungmennaráðum á landsvísu og alþjóðlegum frjálsum félagasamtökum ungmenna. Í sameiningu má segja að þau séu í forsvari fyrir hagsmuni ungs fólks í tugmilljónavís alls staðar að úr álfunni.

 

Hver eru markmið vettvangsins fyrir unga Evrópubúa?

Þau einbeita sér að því að:

 • Að hvetja ungt fólk og gera því kleift að taka þátt í því að móta þjóðfélagið – einkum og sér í lagi eftir aukinn samruna í Evrópu
 • Auka réttindi þess og tækifæri
 • Bæta lífsskilyrði þess
 • Að vera talsmaður þess í Evrópu, þar sem ungt fólk er jafnréttháir borgarar og er hvatt og stutt til dáða þannig að það nái sem bestum árangri sem alheimsborgarar

 

Hvernig fer það að þessu?

Með því að:

 • fá sífellt fleira ungt fólk og ungmennasamtök til þess að taka þátt í samfélagsverkefnum og einkum í ákvarðanatökunni
 • til þess að móta stefnumál sem hafa áhrif á ungt fólk, með því að viðurkenna það sem samstarfsaðila á vettvangi alþjóðastofnana á borð við Evrópusambandið, Evrópuráðið og Sameinuðu þjóðirnar
 • með því að hvetja stefnumótandi aðila til þess að taka tillit til stefnumála ungmenna á öllum sviðum stefnumótunar
 • með því að stofna lífvænleg, raunverulega óháð ungmennasamtök – bæði á lands- og alþjóðavísu – einkum með því að sjá þeim fyrir fullnægjandi fjármögnun
 • með því að fá ungt fólk af mismunandi uppruna og frá ýmsum löndum til þess að hlusta á og læra að meta viðhorf annarra og þeirra lífsreynslu
 • með því að styðja við skilning á annarri menningu, lýðræði, umburðarlyndi, fjölbreytni, mannréttindum, virkum réttindum og skyldum borgaranna og samstöðu
 • með framlagi til ungmennastarfs annars staðar í heiminum.

 

EYF herferðir

Ein nýjasta EYF herferðin miðar að því að fá ríkisstjórnir og fyrirtæki (og unga fólkið sjálft) til þess að fjárfesta meira í málefnum ungs fólks með því að hvetja unga sjálfboðaliða og aðgerðasinna til þess að hugsa upp á nýtt og endurheimta framtíð sína með aðstoð alþjóðlega netsamfélagins elskum unga framtíð. Þar er ungu fólki boðið upp á að skiptast á hugmyndum við aðra sem trúa því að ungt fólk geti breytt nútímaháttum í hamingjusamari framtíð.

Útgefið efni: Fös, 26/04/2013 - 10:38


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!