Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

UNESCO-Aschberg styrkþegar: skipti fyrir listamenn!

A picture
© fotolia.com - lassedesignen
Hefur þig stundum langað til þess að skipta um umhverfi með stuðningi einhverrar skiptiáætlunar en Erasmus var ekki beinlínis þitt uppáhald? Með UNESCO-Aschberg styrkjaáætluninni, þá getur þú farið til ungra-listamannadvalar hvert sem er í heiminum.

Sem ungur listamaður, þá getur þú, með hjálp UNESCO-Aschberg styrkjaáætlunarinnar aflað þér lífsreynslu og lokið við starfsþjálfun þína erlendis og þannig þroskað sjálfan þig sem einstakling auk þess sem þú tekur þátt í þvermenningarlegri umræðu og verkefnum.

 

Hver getur sótt um?

Ef þú ert ungur listamaður á aldrinum milli 25 og 35 ára, og virkur á sviði tónlistar, sjónlista eða skapandi bókmennta, þá getur þú sótt um dvalarstyrk frá 1 og allt að 3 mánuðum. Þessar þrjár greinar teljast þær mikilvægastu listrænu sérgreinar sem halda skapandi iðnaði gangandi, einkum og sér í lagi upptökuiðnaði tónlistar, skipulagningu hljómleika, hljóð- og myndmiðlageiranum, grafískri hönnun og útgáfustarfsemi.

 

Hvernig á að sækja um?

Best er fyrir þig að sækja um milliliðalaust til þeirrar stofnunar sem vakið hefur áhuga þinn, eftir því hvaða grein eða land á í hlut og vera viss um að þú uppfyllir öll áskilin skilyrði. Stofnanirnar viðhafa forval á umsækjendum og gættu að því að listamenn og stofnanir frá þróunarlöndum njóta forgangs en það er gert til þess að efla Norður-Suður og Suður-Norður samvinnu.

 

Passið ykkur á umsóknarfrestinum!

Umsóknarfrestir þeir sem gilda um einstaka UNESCO-Aschberg styrkveitingar eru mismunandi frá einni stofnun til annarrar en flestir renna þeir þó út á tímabilinu frá miðjum október til mið-nóvembers. Það er auðvelt að komast nákvæmlega að dagsetningunum með því að athuga sinn eigin dvalaráhugastað. Athugið að það er aðeins hægt að senda inn eina umsókn á ári og að þátttaka takmarkast við aðeins eitt skipti.

Útgefið efni: Mið, 24/04/2013 - 11:31


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!