Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Ert þú einn af 214 milljónum innflytjenda?

A picture
© iStockphoto.com - eyecrave
Einn af hverjum 33 einstaklingum í heiminum í dag er farandlaunþegi, þar sem mun fleira fólk er nú á faraldsfæti heldur en nokkurntíma áður í sögu mannkynsins.

Fólksflutningar eru hnattrænt fyrirbæri þar sem um 3,1% af mannfjölda heimsins (einar 214 milljónir manna) búa nú fjarri fæðingarstað sínum. Flæðið ræðst venjulega af hagrænum ástæðum, þar sem sífellt fleiri leggja land undir fót til þess að finna sér vinnu og betri lífskjör. Enda hefur hnattvæðingin haft aukinn hreyfanleika yfir landamæri í för með sér.

 

Viltu flytjast til EB?

Ef þú ert frá landi utan Evrópusambandsins, þá er Innflytjendagátt EB full af upplýsingum um hvernig hægt er að komast á löglegan hátt til einhvers EB lands. Ef þú þarft nánari ráðleggingar, þá getur þú leitað að samtökum sem fást við málefni sem tengjast fólksflutningum.

Síðan 1999, þá hefur EB verið að þróa sameiginlega stefnu í innflytjendamálum fyrir Evrópu, þar sem heimildir til innflutnings fólks og vegabréfsáritanir munu gilda vegna allra EB landanna.

 

Að flytjast innan EB

Þú, sem EB ríkisborgari, átt rétt á því að búa í hvaða öðru EB landi sem er, jafnt vegna vinnu sem náms. Kynntu þér öll þín réttindi og skyldur, auk gagnlegra ábendinga, á Þín Evrópa.

 

Alþjóðadagur farandlaunþega

hafa útnefnt 18.desember alþjóðadag farandlaunþega – til þess að minnast þess dags árið 1990 þegar þær samþykktu alþjóðasamninginn um réttindavernd allra farandlaunþega og fjölskyldumeðlima þeirra. Hugmyndin að baki deginum er að breiða út upplýsingar um mannréttindi farandlaunþega og grundvallarréttindi þeirra, með því að skiptast á reynslusögum og með herferðum sem miða að því að vernda réttindi farandlaunþega.

 

Skyld vandamál

Fjölmargir farandlaunþegar og fjölskyldur þeirra eru fórnarlömb ýmiss konar mannréttindabrota. Óskipulegir og ólöglegir fólksflutningar eru orðnir að einhverju mesta hitamáli vorra tíma, þar sem mansal er orðið að umtalsverðu áhyggjuefni á heimsvísu.

Útgefið efni: Mán, 15/04/2013 - 12:45


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!