Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Baráttan gegn kynþáttafordómum í Evrópu

A picture
© fotolia.com - bojorgensen
Út um alla álfuna er enn allt of margt fólk, samfélög og þjóðfélagshópar sem þjást vegna þess óréttlætis og þeirrar smánar sem kynþáttafordómar hafa í för með sér. Hvað getur þú gert?

Mismunun á grundvelli þjóðernis eða kynþáttar eru enn daglegt brauð fyrir milljónir manna. Þessi mismunun getur birtst á ýmsan hátt: allt frá því að meina einstaklingum að njóta þeirra grundvallarréttinda sem felast í  jafnrétti til þess að kynda undir kynþáttahatri. Þrátt fyrir þetta, þá getur hvert einasta okkar leikið stórt hlutverk við að brjóta niður þessi viðhorf með því að taka afstöðu og breiða út skilaboðin!

 

Let's Fight Racism!

 

 

Fótbolti gegn kynþáttafordómum

UEFA og FARE-netið (Fótbolti gegn kynþáttafordómum í Evrópu) vinna saman að því að breiða út skilaboðin um núll-umburðalyndi gagnvart öllum afbrigðum af kynþáttafordóma og mismununar.  FARE aðgerðarvikan sameinar stuðningsmenn, knattspyrnufélög, minnihlutahópa og samfélög í því gera mismununina að fortíðardraugi.

Hvort sem þú ert meðlimur í stuðningsmannaklúbbi, knattspyrnufélagi, þjóðernisminnihlutahópi eða hvaða frjálsum evrópskum félagasamtökum sem er, þá getur þú sótt um lítinn styrk til þess að efna til þinna eigin baráttuaðgerða á meðan á aðgerðarvikunni stendur. Þú getur einnig halað niður allskonar efni sem hægt er að nota í þínum aðgerðum

 

Alþjóðadagur um afnám alls kynþáttamisréttis

Hinn 21. mars 1960, þá hóf lögreglan skothríð og drap 69 manns í friðsömum mótmælum gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Síðan þá hefur þessi dagur verið útnefndur sem Alþjóðadagurinn um afnám alls kynþáttamisréttis af  Sameinuðu þjóðunum.

Um þetta leiti á hverju ári, þá safnar evrópska aðgerðavikan saman fólki sem vill berjast gegn kynþáttahatri og  and kynþáttamisrétti. Þín samtök eða hópur geta gengið til liðs við átakið og skipulagt tónleika eða ráðstefnu, sent mótmælabréf til þeirra sem móta stefnuna eða fundið aðrar leiðir til þess að koma skoðunum ykkar á framfæri. Setjið ykkur bara í samband við UNITED til þess að fá allt það kynningarefni sem ykkur vanhagar um.