Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Mismunun – algengari en þú heldur!

A picture
© fotolia.com - Kwest
Að komið sé fram á sanngjarnan hátt við fólk er ein af grundvallarreglum EB en mismunun viðgengst þó enn á ýmsan hátt og það er alls ekki alltaf auðvelt að koma auga á hana.

Það er ólöglegt að beita fólk mismunun á grundvelli aldurs, fötlunar, kyns, kynþáttar, trúar eða kynhneigðar þess. Engu að síður, þá er aðeins einn þriðji hluti ríkisborgara EB sér að fullu meðvitaður um réttindi sín þannig að það er afar mikilvægt að kynna sér réttindi sín og skyldur. Þeim mun betur sem þú ert upplýstur, þeim mun betur mun þér ganga að berjast gegn mismunun.

 

Gerðu eitthvað!

Amnesty International færir þér ýmsa möguleika til þess að slást í hóp þeirra sem berjast gegn mismunun í Evrópu. Þú getur bætt undirskrift þinni við undirskriftasafnanir þeirra á netinu, komið með athugasemd á blogginu eða jafnvel gengið í samtökin.

Þú getur einnig nýtt þitt eigið félagslega tengslanet til þess að koma í veg fyrir útskúfun á fötluðum einstaklingum. Endum útskúfun stingur upp á því að þú sendir tíst til EB stjórnmálamanna, deilir þínum uppáhaldsmyndböndum um aðlögun og fötlun með öðrum eða útbúir jafnvel þitt eigið myndband.

 

Birtingarmyndir mismununar

Bein mismunun er það kallað þegar komið er verr fram við vissa manneskju heldur en aðra vegna einhvers sem er málinu óviðkomandi, eins og til dæmis vegna kynþáttar- eða þjóðernislegs uppruna viðkomandi, trúar eða trúarskoðana, fötlunar, aldurs eða kynhneigðar. Sem dæmi: þegar verslunareigandi neitar að ráða fólk með viðeigandi starfshæfni einfaldlega vegna þess að það er af einhverju vissum kynþáttar- eða þjóðernislegum uppruna.

Óbein mismunun á sér stað þegar þegar reglur, viðmið eða starfsvenjur, sem við fyrstu sín virðast vera algerlega hlutlausar leiða til þess að fólk verður illa sett á grundvelli kynþáttar- eða þjóðernislegs uppruna síns, trúar eða trúarskoðana, fötlunar, aldurs eða kynhneigðar, þó að því undanskyldu að hægt sé að réttlæta þessa háttsemi með lögmætum tilgangi hennar. Sem dæmi má nefna stórmakað sem mundi banna starfsfólki sínu að ganga með höfuðfat þegar það er að þjóna viðskiptavinunum. Þá mundi það koma rækilega í veg fyrir að nokkur mundi vinna þar sem þyrfti að skýla höfði sínu af trúarlegum ástæðum eins og margar múslimakonur gera.

 

Fáðu aðstoð

Hefur þér einhverntíma verið mismunað? Kannaðu hvar og hvernig þú getur fengið hjálp og ráðleggingar.

Útgefið efni: Mán, 15/04/2013 - 11:32


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!