Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Hvað þýðir hreyfanleiki innan Evrópusambandsins?

European Youth Week 2013
© Eurodesk
Það hefur allt að gera með evrópsk tækifæri: þú hefur val um nám, atvinnutækifæri, sjálfboðavinnu, starfsþjálfun eða skiptimöguleika, allt eftir því sem hentar þínum aðstæðum.

Innan Evrópusambandsins bjóðast margvíslegir möguleikar til að dveljast í öðru landi um lengri eða skemmri tíma og þú getur fundið þá alla hér á Evrópsku ungmennagáttinni.

 

Starfsþjálfun

Starfsþjálfun er ein besta leiðin til að kynnast atvinnulífinu og öðlast um leið starfsreynslu og þjálfun sem byggir undir starfsferil þinn. Þú getur valið starfsþjálfun sem hluta af starfsmenntun, til dæmis í vísindum & nýsköpun og á mörgum öðrum sviðum þar sem leynast mýmörg tækifæri.

 

Sjálfboðavinna

Þú getur bæst í hinn sívaxandi flokk ungs fólks sem fer í sjálfboðavinnu í Evrópu  með því að velja það sem þér hentar best. Það geturðu gert á netinu, í vinnubúðum eða jafnvel hjá Evrópsku sjálfboðaþjónustunni.

 

Atvinna

Þó að atvinnuleysi sé mikið meðal ungs fólk í Evrópu þarf það ekki að aftra þér frá að leita að vinnu utan landsteinanna. Vinna í öðru landi þarf heldur ekki að þýða starf til langframa, tækifæri í skemmri tíma eins og t.d. að vinna sem au-pair eða árstíðabundin vinna í skólafríum eru líka hugsanleg. Hvað svo sem þú velur, þá er betra að vita hver réttur þinn varðandi atvinnuráðningar er áður en þú slærð til.

 

Nám

Námsdvöl í öðru landi þýðir ekki aðeins ávinning vegna menntunar, eða í menningar- eða persónulegu tilliti, hún getur líka reynst snjall undirbúningur fyrir starfsferil þinn. Nám þitt erlendis þarf ekki endilega að fara fram í kennslustofu, það eru líka aðrar leiðir til að læra.

 

Utan Evrópu

Tækifæri þín ná lengra en til ytri marka Evrópu, þú getur kynnst heiminum í listtengdum skiptum, starfsnámi, sjálfboðaliðavinnu og ungmennaskiptum.

 

Áttu erfitt með að ákveða þig?

Þú sparar þér tíma með því að skoða Eurodesk; þar er listi með evrópskum tækifærum þar sem frestur rennur út innan næstfylgjandi tveggja mánuða.

 

Ef þú ert meira fyrir upplýsingar á samfélagsmiðlunum geturðu skoðað Facebook og Twitter síður Eurodesk; þar má finna uppfærðar upplýsingar um ungmennatækifæri.

Útgefið efni: Mið, 04/06/2014 - 12:40


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!