Evrópska ungmennagáttin

Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

A picture
© fotolia.com - Alexander Raths

Vísindin eru líka fyrir stúlkur!

Stúlkur eru ennþá ekki nægilega fjölmennar í vísindum, tækni- og rannsóknargreinum í Evrópu, enda þótt þær nái jafn góðum námsárangri í vísindagreinum og stærðfræði í skóla. Ekki láta hæfileika þína fara til spillis: vísindin vantar stúlkur!

Með því að ganga menntabrautina í vísindum, tækni eða verkfræði, þá getur þú, sem stúlka, ef til vill orðið sú sem mun standa á bak við næstu stóru uppgötvunina í vísindum. Til þess að hjálpa þér til þess að glöggva þig á draumastarfi þínu í vísindum, þá hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hleypt af stokkunum herferðinni Vísindi: það er stelpnagrein!

 

Hvert er þitt hlutverk í vísindunum?

Farðu í spurningaleikinn til þess að komast að hvert er draumastarf þitt í vísindum. Ef þú vilt svo kafa dýpra, athugaðu þá hvenær farandsýningin frá Vísindi: það er stelpnagrein verður sett upp í þínu landi. Breyttu staðalímyndinni og sýndu umheiminum að vísindin eru fyrir stelpur í raun og veru.

Með því að starfa í vísindagreinum þá getur maður haft bætandi áhrif á líf fólks. Getur þú gert þér í hugarlund hvernig það er að vernda umhverfið eða færa matvæli upp í hendurnar á fólki eða berjast gegn fátækt? Með vísindin að vopni, þá getur þú beitt ímyndunarafli þínu og frumleika til þess að hugleiða eitthvað sem enginn hefur látið sér detta í hug áður
– hugsaðu um að spyrja spurninga og leita svo svara og byggja upp þekkingu

Með sínum fjöldamörgu greinum, þá geta vísindin orðið undirstaðan að bjartri framtíð fyrir þig. Starfsframi á sviði vísindarannsókna getur orðið til þess að þér gefist miklir möguleikar til þess að ferðast um heiminn og starfa með fjölþjóðlegu teymi.

 

 

 

Bakgrunnsupplýsingar

Enda þótt að fyrir hendi sé hafsjór af hæfileikaríkum konum í Evrópu og að meirihluti þeirra sem útskrifast úr háskólum sé nú konur, þá er hlutfall þeirra kvenna sem sitja í toppstöðum á sviði vísinda í Evrópu enn mjög lágt. Konur útskrifaðar með háskólapróf eru enn það kynið sem er í miklum minnihluta á sviði verkfræði, framleiðslu, byggingariðnaðar, vísinda, í stærðfræði og tölvugeiranum. Þetta á sér stað þrátt fyrir að drengir og stúlkur sýni sama áhuga á vísindalegum fögum í skóla, en hærra hlutfall stúlkna hættir námi í vísindum, verkfræði og tæknigreinum til þess að snúa sér frekar að öðrum greinum.