You are here

flag

Útgefið efni: 17/05/2013 17:25

Tiltæk tungumál

european youth portal

Ungir umhverfissinnar

Ungir umhverfissinnar eru samtök ungs fólks sem vill láta gott af sér leiða í umhverfismálum. Baráttumál þeirra eru náttúruvernd, sjálbær þróun og grænt hagkerfi.

Ungir umhverfissinnar

Ungir umhverfissinnar

 

Hvað gera Ungir umhverfissinnar?

UU stendur fyrir fjölmörgum viðburðum og fræðslufundum og heldur úti facebook-síðu þar sem birt er fróðlegt og skemmtilegt efni um umhverfismál. Félagið stendur fyrir kvikmyndasýningum, tónleikum, ferðum, gjörningum, beinum aðgerðum, greinaskrifum, fræðslu í skólum, og reglulega eru haldnir opnir umræðufundir um umhverfismál.
 

Hvað eru Ungir umhverfissinnar?

Ungir umhverfissinnar eru nýstofnuð samtök ungs fólks á aldrinum 15-30 ára sem vill láta gott af sér leiða í umhverfismálum. Markmið UU er að hvetja til upplýstrar umræðu um umhverfismál og berjast fyrir sjálfbærri þróun, náttúruvernd og grænu hagkerfi. Félagið er óháð öllum stjórnmálaöflum en beitir stjórnvöld þrýstingi. Jafningjafræðsla og aukinn áhugi ungs fólks á umhverfismálum eru leiðarljós ungra umhverfissinna.
 

Hvernig er hægt að taka þátt?

Allt áhugasamt fólk á aldrinum 15-30 ára getur skráð sig í félagið (sjá neðar). Félagsmenn geta haft áhrif á stefnu og starfsemi félagsins og geta skráð sig í vinnuhópa. Vinnuhóparnir hafa mismunandi verkefni, s.s. að skipuleggja viðburði, gefa út pistla og myndbönd, skipuleggja jafningjafræðslu o.fl. Öllum er frjálst að mæta á opna fundi og aðra viðburði félagsins, en þeir eru auglýstir á facebook-síðu félagsins.
 

Hjá UU er hægt að...

  • Fræðast um umhverfismál
  • Taka þátt í skemmtilegum gjörningum, ferðum og öðrum viðburðum
  • Hafa áhrif á umhverfismál á Íslandi
  • Spreyta sig á því að skipuleggja félagsstarf
  • Láta gott af sér leiða í þágu umhverfis- og náttúruverndar.
 

Hvernig er hægt að hafa samband?

Auðveldast er að hafa samband við Unga umhverfissinna með því að senda þeim tölvupóst á umhverfissinnar@gmail.com eða með því að senda þeim skilaboð á facebook. Ef þú vilt skrá þig í félagið þá er um að gera að senda tölvupóst með nafni, kennitölu og símanúmeri.
Ungir umhverfissinnar
Hinu Húsinu
Pósthússtræti 3-5
101 Reykjavík

 

Þessi grein er unnin í samstarfi við Áttavitann