You are here

flag

Útgefið efni: 23/04/2013 09:56

Starfsþjálfunartækifæri

Starfsþjálfun er líklega besta leiðin fyrir þig til þess að kynnast vinnuumhverfinu og öðlast jafnframt hagnýta reynslu og færni sem þér mun gagnast vegna eigin starfsferils.

A picture

© iStockphoto.com - skynesher

Með starfsþjálfun er átt við tímabundið lærlingstímabil, allt frá 3 mánuðum til eins árs, oftast nær eftir útskrift en áður en þú ræður þig í þína fyrstu vinnu. Í sumum tilfellum er þér þó gert skylt að ljúka við starfsþjálfun áður en þú getur útskrifast.

Tíminn sem fer í þetta gagnast þér til þess að beita þeirri þekkingu sem þú öðlaðist í náminu í umhverfi raunverulegs vinnustaðar. Hver svo sem starfsþjálfunin er, þá ætti hún að bjóða þér upp á kynni af starfi, iðn eða starfsgrein með augljósum áherslum og skýrt afmörkuðu verkefni sem þér ber að ljúka við. Verkefnin og væntanlegan árangur af námsferlinum ber að setja niður á blað í skriflegum starfsþjálfunarsamningi.

 

En því miður, þá er því ekki að heilsa að allar starfsþjálfanir fylgi þessum viðmiðunarreglum – og því er það að Evrópski ungmennavettvangurinn hefur látið gera uppkast að sáttmála sem lýtur að góðri starfsþjálfun og námi á námssamningi. Skjali þessu er ætlað að koma á fót gæðakröfum að lögum um allt það sem lýtur að starfsþjálfun og hvetur skipuleggjendur til þess að skuldbinda sig við gæðastaðla.

Fjölmörg starfsþjálfunartækifæri eru í boði, bæði á heimaslóðum og erlendis, hjá alþjóðastofnunum, opinberum stofnunum eða einkafyrirtækjum, jafnt innan Evrópu sem utan. Eurodesk útvegar uppfærðan lista yfir slík starfsþjálfunartækifæri.