Evrópska ungmennagáttin

Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Vinnuvélar
Hvernig getur maður öðlast vinnuvélaréttindi?

Hvernig getur maður öðlast vinnuvélaréttindi?

Vinnueftirlitið býður upp á nám sem veitir réttindi á vinnuvélar. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og tekur 3 daga, eða 29 kennslustundir með prófum. Kennt er virka daga frá 08:30-17:30

Vinnueftirlitið býður upp á nám sem veitir réttindi á vinnuvélar. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og tekur 3 daga, eða 29 kennslustundir með prófum. Kennt er virka daga frá 08:30-17:30

 

Að loknu bóklega námskeiðinu geta nemar farið í verklega þjálfun hjá atvinnurekanda í stjórn og meðferð vinnuvéla í eftirtöldum flokkum:

 

  • Lyfturum með lyftigetu 10 tonn og minni
  • Dráttarvélum með tækjabúnaði og minni gerðum vinnuvéla
  • Körfukrönum
  • Steypudælum
  • Völturum
  • Útlagningarvélum fyrir bundið slitlag
  • Hleðslukrönum á ökutækjum með allt að 18 tonna lyftigetu.

 

Að verklegri þjálfun lokinni geta nemendur tekið verklegt próf hjá Vinnueftirlitinu. 

 

Hvert er aldurstakmarkið í vinnuvélanám?

Aldurstakmarkið er 16 ár í frumnámskeiðið. Þremur mánuðum fyrir 17 ára afmælisdaginn má viðkomandi fara að æfa sig á tækin undir leiðsögn einstaklings með kennararéttindi á vélina.

 

Hvernig skráir maður sig á vinnuvélanámskeið?

Innritun hjá Vinnuvéladeild eða í gegnum skiptiborð Vinnueftirlitsins í síma 550-4699.

 

Greinin er unnin í samstarfi við Áttavitann