Evrópska ungmennagáttin

Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

European Year of Citizens
© European Commission

Evrópuár borgaranna 2013

Allt árið 2013 mun EB skipuleggja röð viðburða í því augnamiði að gera borgarana meðvitaðri um réttindi sín – einkum þegar þeir flytjast búferlum til annars EB lands. Svo um hvað snýst málið?

Um hvað snýst það?

Fjölmargir, jafnt ungir sem aldnir, eru sér ekki meðvitaðir um þau réttindi sem þeim eru tryggð sem ríkisborgarar Evrópusambandsins, einkum þau sem tengjast því að búa í öðru EB landi. Á borð við:

  • rétt þinn til þess að fá starfsréttindi þín viðurkennd
  • rétt þinn sem ferðamanns til þess að ferðast um Evrópu
  • rétt þinn sem neytanda og kaupanda vöru til þess að kaupa hana erlendis frá
  • aðgang að heilsugæslu og almannatryggingum
  • að stunda nám erlendis með hjálp áætlana á borð við Erasmus

 

Evrópuár borgaranna setur sér það markmið að fræða fólk um þessi réttindi, þannig að það geti tekið upplýstari ákvörðun í sínum persónulegu málum.

Visst tækifæri fyrir fólk um alla Evrópu felst í að:

  • læra um sín eigin sérstöku réttindi og tækifæri
  • að fjalla um þær hindranir sem standa í vegi fyrir því að það geti nýtt sér þessi réttindi að fullu og komi með viðeigandi tillögur til þess að ryðja þeim úr vegi
  • hvetja fólk til þess að taka þátt í málþingum um stefnu og málefni EB.

 

Hvað mun gerast?

Ráðstefnur, málstofur og aðrar aðgerðir til þess ætlaðar að gera fólk sér betur meðvitað verða haldnar allt árið 2013 þar sem útlistuð verða þau réttindi sem þér eru tryggð á meðan þú býrð í öðru EB landi, hvort heldur sem er vegna vinnu, náms eða einhverrar annarrar ástæðu.

Til þess að fá upplýsingar um viðburði á þínu svæði, fylgstu þá með hinum opinbera vef Evrópuárs borgaranna.