Evrópska ungmennagáttin

Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Video: 

CY EU Youth and DG Conference 2012


EB ungmennaráðstefnan 2012 á Kýpur

Þriðja umferðin af skipulegum umræðum um „Þátttöku ungs fólk í lýðræðislegu starfi” beindi sjónum sínum að „Þátttöku æskunnar og félagslegri aðlögun”.

Frá 11. til 12. september 2012 komu yfir 100 sendifulltrúar ungmenna (frá núverandi EB- og umsóknaraðildarríkjum, evrópska ungmennavettvanginum og alþjóðlegum frjálsum félagasamtökum ungmenna) saman ásamt háttsettum yfirmönnum úr landssamtökum ungmenna í Nikósíu, á Kýpur, til þess að ræða hvernig þátttaka ungmenna getur stuðlað að félagslegri aðlögun ungs fólks.

 

Málstofan lagði áherslu á mikilvægi þess að ungt fólk – og einkum þær stofnanir sem koma fram fyrir þeirra hönd – taki þátt í ákvarðanatökunni og séu þannig mikilvægur þáttur í að skapa samþættuð, lýðræðisleg og velmegandi þjóðfélög.

 

Þessi ráðstefna markaði þriðja og lokaáttinn í 18-mánaða langri lotu skipulegra umræðna um efnið „Þátttaka ungs fólk í lýðræðislegu starfi”.