Evrópska ungmennagáttin

Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

A picture
© Cross Culture Surf

Á brimbretti milli menningarheima

Hefur þér nokkurn tíma dottið í hug að brimbretti gætu stuðlað að félagslegri aðlögun á meðal ungs fólks? Kynntu þér hvernig samskipti á milli Írlands og Baskalands urðu þess valdandi..

Árið 2012, þá kom Brimbretti milli menningarheima á samskiptum milli þriggja tuga ungs fólks á aldrinum 14-17 ára frá Írlandi og Baskalandi. Fyrst hittust þau í Lahinch (Írlandi) um páskana og síðan í Zarautz (Baskalandi) í ágúst. Þau fengu forsmekkinn af menningu hvors annars í námsumhverfi sem þrungið var þrótti og skemmtilegheitum.

Á meðal þess sem lagt var stund á voru dagleg brimbrettanámsskeið, vinnustofur um menningarlega sjálfsmynd, liðsáskoranir og skoðunarferðir.

 

Verkefnið brimbretti milli menningarheima er á vegum The Surf Project, Zutundu og  Evrópu unga fólksins verkefnisins sem EB stendur að.