Navigation path

Left navigation

Additional tools

IP/11/488

Brussel, 19. apríl 2011

Menntaskýrsla ESB: góður árangur, en frekara átaks er þörf til að ná markmiðum

Brussel, 19. apríl – ESB ríki hafa bætt menntakerfi sitt á lykilsviðum á síðasta áratug, en þau hafa aðeins náð einu af fimm markmiðum sem sett voru fyrir 2010, að því er fram kemur í nýrri áfangaskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um menntun og starfsþjálfun sem kom út í dag. Markmið ESB um að fjölga nemendum sem útskrifast með gráðu í stærðfræði, raunvísindum og tæknigreinum hafa náðst, með 37% aukningu frá árinu 2000 – sem er vel umfram markmið um 15% aukningu. Verulegur, en ekki nægjanlegur árangur náðist í að minnka brottfall nemenda úr námi, fjölga nemendum sem ljúka framhaldsskólanámi, efla læsi og lesskilning og fjölga fullorðnum sem leggja stund á nám eða starfsþjálfun. Sundurliðaðar tölur má sjá í viðauka hér að neðan. Evrópa 2020 áætlunin um störf og vöxt nær markmiðum sínum um að draga úr brottfalli nemenda niður fyrir 10% auk þess að fjölga brautskráðum nemendum í a.m.k. 40%.

Androulla Vassiliou, framkvæmdastjóri ESB á sviði mennta, menningar, fjöltyngi og æsku sagði: Góðu fréttirnar eru að menntunarstigið í Evrópu hefur hækkað umtalsvert. Fleira ungt fólk lýkur framhaldsskólamenntun og útskrifast úr háskólum heldur en fyrir tíu árum síðan. En brottfall úr skóla snemma á námsferlinum er enn vandamál sem hrjáir eitt af hverjum sjö ungmennum í Evrópusambandinu og einn af hverjum fimm nemendum eiga enn við lestrarörðugleika að etja við 15 ára aldur. Því eru menntun og starfsþjálfun meðal grundvallarmarkmiða Evrópu 2020 áætlunarinnar. Aðildarríkin þurfa að leggja sig betur fram svo við náum samevrópskum markmiðum okkar.

Framkvæmdastjórinn hvetur aðildarríkin eindregið til að skera ekki niður í framlögum sínum til menntunar þrátt fyrir þrengingar af völdum efnahagskreppunnar. „Framlög til menntunar eru góð fjárfesting fyrir störf og efnahagsvöxt og þau borga sig til lengri tíma litið. En þegar þrýstingur er á sparnað í útgjöldum verðum við einnig að tryggja að fjármagnið sé notað á eins skilvirkan hátt og mögulegt er,“ bætti hún við.

Fimm markmið í menntun fyrir 2020

Árið 2009 samþykktu menntamálaráðherrar ESB ríkjanna fimm markið á sviði menntunar og starfsþjálfunar sem ná átti fyrir 2020:

  • brottfall úr námi eða starfsþjálfun snemma á námsferlinum ætti að vera innan við 10% (miðað við núverandi hlutfall sem nemur 14,4% þýðir þetta a.m.k. 1,7 milljónum færri sem hætta námi);

  • hlutfall fólks á aldrinum 30-34 ára sem lokið hefur háskólaprófi ætti að vera a.m.k. 40% (miðað við núverandi hlutfall sem nemur 32,3% þurfa 2,6 milljónir til viðbótar að útskrifast;

  • að minnsta kosti 95% barna frá fjögurra ára aldri að upphafi skyldunáms ættu að stunda einhvers konar forskólanám (sú tala er 92,3%, til að ná þessu markmiði þurfa yfir 250.000 börn að bætast við í menntakerfið);

  • hlutfall 15 ára ungmenna með óviðunandi kunnáttu í lestri, stærðfræði og raungreinum ætti að vera innan við 15% (lækkun úr um 20% nú í greinunum þremur. Til að ná markinu þurfa 250.000 til viðbótar að ná lágmarksárangri);

  • að lágmarki 15% fullorðinna að meðaltali (aldurshópurinn 25-64 ára) ættu að taka þátt í símenntun (núverandi hlutfall er 9,3%. Til að ná markmiðinu þurfa 15 milljónir fullorðinna til viðbótar að taka þátt í menntun og starfsþjálfun).

Ársskýrsla um framgang markmiðanna

Í ársskýrslu sinni um vísa og markmið greinir framkvæmdastjórnin framgang þessara markmiða hjá einstökum aðildarríkjum um leið og kannað er hversu vel ríkin hafa staðið sig með tilliti til fyrri markmiða sem sett voru fyrir árið 2010.

Lykilniðurstöður

  • 2020 markmið: þó enn sé of snemmt að gera nákvæmar spár gefur fyrri þróun til kynna að hægt sé að ná flestum markmiðum fyrir 2020 ef aðildarríkin veita þeim áfram forgang og fjárfesta markvisst í menntun og starfsþjálfun. Þetta á einkum við um meginmarkmið menntunar á brottfall snemma á námsferli og útskriftarnema.

  • 2010 markmið: ESB ríkin hafa náð árangri en aðeins náð markmiðum um útskriftarnema í stærðfræði, raunvísindum og tæknigreinum. (Öll gögn fyrir 2010 verða aðgengileg snemma á næsta ári).

  • Þátttaka og námslok: frá árinu 2000 hefur bæði heildarþátttaka í námi og menntunarstig fullorðinna aukist. Þá hefur hlutfall barna í forskólanámi einnig aukist.

  • Kynjamunur er enn umtalsverður bæði hvað varðar árangur og námsval. Sem dæmi má nefna að stúlkur ná betri árangri en drengir í lestri og drengir falla oftar burt úr námi snemma á skólagöngunni en stúlkur. Fleiri karlar útskrifast með gráður í stærðfræði, raunvísindum og tæknigreinum en konur.

Skýrslan, sem tekur til allra aðildarríkja ESB auk Króatíu, Makedóníu, Íslands, Tyrklands, Noregs og Lichtenstein inniheldur yfirlit og nákvæma tölfræði sem sýnir hvaða lönd eru ofan eða neðan við meðaltal ESB og hver eru á uppleið eða niðurleið í samanburði við önnur ríki.

Næstu skref

Á næstu vikum munu aðildarríkin afhenda framkvæmdastjórninni endurbótaáætlanir sínar þar sem þau munu setja sér markmið vegna brottfalls snemma á námsferlinum og útskriftarnema á háskólastigi, sem tilgreina hvernig þau hyggjast ná markmiðum sínum. Framkvæmdastjórnin mun á næstunni kynna tillögur að nýjum markmiðum varðandi ráðningarhæfi og hreyfanleika við menntun.

Frekari upplýsingar:

Tengill á minnisblaõ MEMO/11/253

Öll skýrsla framkvæmdastjórnarinnar Progress towards the Lisbon objectives in education and training - Indicators and benchmarks, 2010/11Bæklingur: Education benchmarks for Europe [með gögnum um viðkomandi land]

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins: European strategy and co-operation in education and training:

VIÐAUKI

Framgangur í átt til menntunarmarkmiða 2010, Þróun 2000-2009

Framgangur í átt til menntunarmarkmiða 2020, Þróun 2000-2009

1. Nemendur í forskóla

Markmið 2020: Árið 2020 eiga a.m.k. 95% barna frá 4 ára aldri að skyldunámsaldri að stunda nám í forskóla.

Þróun: Nám í forskóla jókst um yfir 6 prósentustig frá árinu 2000. Frakkland, Belgía, Holland, Ítalía og Spánn hafa hæsta hlutfall nemenda.

Besti árangur innan ESB: Belgía, Frakkland, Holland

2000

2007

2008

EU 27

85.6

90.7

92.3

Belgium

99.1

99.7

99.5

Bulgaria

73.4

79.8

78.4

Czech Rep.

90.0

92.6

90.9

Denmark

95.7

92.7

91.8

Germany

82.6

94.5

95.6

Estonia

87.0

93.6

95.1

Ireland

74.6

71.7

72.0

Greece

69.3

68.2

:

Spain

100

98.1

99.0

France

100

100

100

Italy

100

99.3

98.8

Cyprus

64.7

84.7

88.5

Latvia

65.4

88.2

88.9

Lithuania

60.6

76.6

77.8

Luxembourg

94.7

93.9

94.3

Hungary

93.9

95.1

94.6

Malta

100

98.8

97.8

Netherlands

99.5

98.9

99.5

Austria

84.6

88.8

90.3

Poland

58.3

66.8

67.5

Portugal

78.9

86.7

87.0

Romania

67.6

81.8

82.8

Slovenia

85.2

89.2

90.4

Slovakia

76.1

79.4

79.1

Finland

55.2

69.8

70.9

Sweden

83.6

94.0

94.6

UK

100

90.7

97.3

Croatia

:

65.2

68.0

Iceland

91.8

95.4

96.2

MK*

17.4

26.1

28.5

Turkey

11.6

26.7

34.4

Liechtenstein

69.3

84.5

83.2

Norway

79.7

94.3

95.6

Heimild: Eurostat (LFS) Bestur árangur, slakastur árangur. b = eyða í gögnum. p = bráðabirgðatölur. (01) = 2001. (02) = 2002.

*MK = Makedónía.

2. Slakir nemendur

Markmið 2010/2020: Árið 2010 á hlutfall slakra nemenda í lestri að hafa lækkað um 20% (í 17%). Árið 2020 á hlutfall slakra nemenda í lestri, stærðfræði og raungreinum að vera innan við 15%.

Þróun: Innan ESB (sambærileg gögn fáanleg í 18 löndum) fækkaði slökum nemendum í lestri úr 21,3% árið 2000 í 20,0% (stúlkur: 13,3%, drengir: 26,6%) árið 2009.

Besti árangur innan ESB: Finnland, Holland og Eistland

2000

2006

2009

EU (18)

21.3

24.1

20.0

Belgium

19.0

19.4

17.7

Bulgaria

40.3

51.1

41.0

Czech Rep.

17.5

24.8

23.1

Denmark

17.9

16.0

15.2

Germany

22.6

20.0

18.5

Estonia

:

13.6

13.3

Ireland

11.0

12.1

17.2

Greece

24.4

27.7

21.3

Spain

16.3

25.7

19.6

France

15.2

21.7

19.8

Italy

18.9

26.4

21.0

Cyprus

:

:

:

Latvia

30.1

21.2

17.6

Lithuania

:

25.7

24.3

Luxembourg

(35.1)

22.9

26.0

Hungary

22.7

20.6

17.6

Malta

:

:

:

Netherlands

(9.5)

15.1

14.3

Austria

19.3

21.5

27.5

Poland

23.2

16.2

15.0

Portugal

26.3

24.9

17.6

Romania

41.3

53.5

40.4

Slovenia

:

16.5

21.2

Slovakia

:

27.8

22.3

Finland

7.0

4.8

8.1

Sweden

12.6

15.3

17.4

UK

(12.8)

19.0

18.4

Croatia

:

21.5

22.5

Iceland

14.5

20.5

16.8

Turkey

:

32.2

24.5

Liechtenstein

22.1

14.3

15.6

Norway

17.5

22.4

14.9

Heimild: OECD (PISA) Bestur árangur, slakastur árangur ( ) = ekki sambærilegt.

Kýpur og Malta hafa ekki enn tekið þátt í könnuninni. ESB niðurstöður: fyrir 18 ríki með sambærileg gögn.

*MK = Makedónía

3. Brottfall snemma á námsferli

Markmið 2010/2020 (einnig meginmarkmið ESB 2020): Árið 2010/2020 á brottfall nemenda snemma á námsferli að vera innan við 10%.

Þróun: Innan aðildarríkja ESB hefur hlutfall þeirra sem hætta námi snemma á námsferlinum (aldurshópurinn 18-24 ára) lækkað úr 17,6% árið 2000 í14,4% árið 2009 (konur: 12,5%, karlar:16,3%).

Besti árangur innan ESB: Pólland, Tékkland og Slóvakía

2000

2008

2009

EU 27

17.6

14.9

14.4

Belgium

13.8

12.0

11.1

Bulgaria

20.5 (01)

14.8

14.7

Czech Rep.

5.7 (02)

5.6

5.4

Denmark

11.7

11.5

10.6

Germany

14.6

11.8

11.1

Estonia

15.1

14.0

13.9

Ireland

14.6 (02)

11.3

11.3

Greece

18.2

14.8

14.5

Spain

29.1

31.9

31.2

France

13.3

11.9

12.3

Italy

25.1

19.7

19.2

Cyprus

18.5

13.7

11.7

Latvia

16.9(02)

15.5

13.9

Lithuania

16.5

7.4

8.7

Luxembourg

16.8

13.4

7.7

Hungary

13.9

11.7

11.2

Malta

54.2

39

36.8

Netherlands

15.4

11.4

10.9

Austria

10.2

10.1

8.7

Poland

7.4 (01)

5.0

5.3

Portugal

43.6

35.4

31.2

Romania

22.9

15.9

16.6

Slovenia

6.4 (01)

5.1u

5.3u

Slovakia

6.7 (02)

6.0

4.9

Finland

9.0

9.8

9.9

Sweden

7.3

12.2

10.7

UK

18.2

17.0

15.7

Croatia

8.0 (02)

3.7 u

3.9 u

Iceland

29.8

24.4

21.4

MK*

n/a

19.6

16.2

Turkey

59.3

45.5

44.3

Norway

12.9

17.0

17.6

Heimild: Eurostat (LFS) Bestur árangur, slakastur árangur. b = eyða í gögnum. p = bráðabirgðatölur. u= óáreiðanlegar, (01) = 2001. (02) = 2002.

*MK = Makedónía.

4. Námsgráður ungmenna

Markmið 2010: Árið 2010 eiga a.m.k. 85% þeirra sem orðnir eru 22 ára innan ESB að hafa lokið framhaldsskólaprófi.

Þróun: Frá árinu 2000 fjölgaði þeim sem luku framhaldsskólaprófi lítillega úr 76,6% fólks á aldrinum 20-24 ára í 78,6% árið 2009 (konur 81,4%, karlar 75,9%).

Besti árangur innan ESB: Slóvakía, Tékkland og Pólland

2000

2008

2009

EU 27

76.6

78.4

78.6

Belgium

81.7

82.2

83.3

Bulgaria

75.2

83.7

83.7

Czech Rep.

91.2

91.6

91.9

Denmark

72.0

71.0

70.1

Germany

74.7

74.1

73.7

Estonia

79.0

82.2

82.3

Ireland

82.6

87.7

87.0

Greece

79.2

82.1

82.2

Spain

66.0

60.0

59.9

France

81.6

83.4

83.6

Italy

69.4

76.5

76.3

Cyprus

79.0

85.1

87.4

Latvia

76.5

80.0

80.5

Lithuania

78.9

89.1

86.9

Luxembourg

77.5

72.8

76.8

Hungary

83.5

83.6

84.0

Malta

40.9

53.0

52.1

Netherlands

71.9

76.2

76.6

Austria

85.1

84.5

86.0

Poland

88.8

91.3

91.3

Portugal

43.2

54.3

55.5

Romania

76.1

78.3

78.3

Slovenia

88.0

90.2

89.4

Slovakia

94.8

92.3

93.3

Finland

87.7

86.2

85.1

Sweden

85.2

85.6

86.4

UK

76.7

78.2

79.3

Croatia

90.6 (02)

95.4

95.1

Iceland

46.1

53.6

53.6

MK*

n/a

79.7

81.9

Turkey

n/a

48.9

50.0

Norway

95.0

70.1b

69.7

Heimild: Eurostat (LFS) Bestur árangur, slakastur árangur. b = eyða í gögnum. p = bráðabirgðatölur. (01) = 2001. (02) = 2002.

*MK = Makedónía.

5. Gráður í stærðfræði, raunvísindum og tæknigreinum

Markmið 2010: Árið 2010 á heildarfjöldi þeirra sem útskrifast með gráður í stærðfræði, raunvísindum og tæknigreinum að aukast um a.m.k. 15%, kynjamunur á að minnka.

Þróun: Fjöldi þeirra sem útskrifast með gráður í stærðfræði, raunvísindum og tæknigreinum jókst um 37,2% frá árinu 2000 og hlutfall kvenna úr 30,7% í 32,6% árið 2008.

Besti árangur innan ESB: Fjölgun frá árinu 2000: Portúgal, Slóvakía og Tékkland.

growth 2000 - 2008

share of females

2000

2008

EU 27

37.2

30.7

32.6

Belgium

20.9

25.0

25.9

Bulgaria

21.8

45.6

37.0

Czech Rep.

141.3

27.0

30.1

Denmark

14.3

28.5

36.4

Germany

53.5

21.6

31.1

Estonia

57.1

35.7

42.1

Ireland

1.0

37.9

30.4

Greece

26.5*

:

41.9

Spain

14.8

31.5

30.2

France

5.4

30.8

28.2

Italy

62.9

36.6

38.4

Cyprus

58.3

31.0

37.4

Latvia

11.5*

31.4

32.2

Lithuania

36.4

35.9

33.5

Luxembourg

:

:

48.2

Hungary

18.9

22.6

25.7

Malta

33.9*

26.3

28.4

Netherlands

39.3

17.6

18.9

Austria

66.4

19.9

24.2

Poland

100.0

35.9

40.3

Portugal

193.2

41.9

34.1

Romania

89.1*

35.1

43.1

Slovenia

16.0

22.8

26.5

Slovakia

185.8

30.1

36.8

Finland

59.5

27.3

33.1

Sweden

13.3

32.1

33.4

UK

17.8

32.1

31.2

Croatia

81.7*

:

33.2

Iceland

39.9

37.9

n/a

MK*

68.0

41.6

42.8

Turkey

70.8

31.1

30.6

Liechtenstein

41.1*

:

25.8

Norway

11.0

26.8

29.6

Heimild: Eurostat (UOE). *= Uppsafnaður vöxtur framreiknaður frá tiltækum árum.

*MK = Makedónía

6. Háskólagráður

Markmið 2020 (einnig meginmarkmið ESB 2020): Árið 2020 á hlutfall fólks á aldrinum 30-34 ára með háskólagráður að verða a.m.k. 40%.

Þróun: Háskólagráðum fólks á aldrinum 30-34 fjölgaði úr 22,4% árið 2000 í 32,3% (konur: 35,7%, karlar 28,9%) árið 2009 eða um nærri 10 prósentustig.

Besti árangur innan ESB: Írland, Danmörk og Lúxembúrg

2000

2008

2009

EU 27

22.4

31.1

32.3

Belgium

35.2

42.9

42.0

Bulgaria

19.5

27.1

27.9

Czech Rep.

13.7

15.4

17.5

Denmark

32.1

46.3

48.1

Germany

25.7

27.7

29.4

Estonia

30.8

34.1

35.9

Ireland

27.5

46.1

49.0

Greece

25.4

25.6

26.5

Spain

29.2

39.8

39.4

France

27.4

41.3

43.3

Italy

11.6

19.2

19.0

Cyprus

31.1

47.1

44.7

Latvia

18.6

27.0

30.1

Lithuania

42.6

39.9

40.6

Luxembourg

21.2

39.8

46.6p p p

Hungary

14.8

22.4

23.9

Malta

7.4

21.0p

21.1p

Netherlands

26.5

40.2

40.5

Austria

:

22.2

23.5

Poland

12.5

29.7

32.8

Portugal

11.3

21.6

21.1

Romania

8.9

16.0

16.8

Slovenia

18.5

30.9

31.6

Slovakia

10.6

15.8

17.6

Finland

40.3

45.7

45.9

Sweden

31.8

42.0p

43.9p

UK

29.0

39.7

41.5

Croatia

16.2(02)

18.5u

20.5u

Iceland

32.6

38.3

41.8

MK*

:

12.4

14.3

Turkey

:

13.0

14.7

Norway

37.3

46.2

47.0

Heimild: Eurostat (UOE), (02) = 2002.

*MK = Makedónía, u=óáreiðanleg gögn

7. Þátttaka í fullorðinsfræðslu og símenntun

Markmið 2010/2020: Meðalþátttaka fólks á starfsaldri í símenntun á að verða a.m.k. 12,5% árið 2010 og 15% árið 2020.

Þróun: Innan ESB jókst þátttaka úr 7,1% árið 2000 í 9,3% árið 2009 (fólk á aldrinum 25-64 ára; karlar 8,5%, konur: 10,2%). Töluverður hluti þessarar fjölgunar varð þó vegna eyðu í gögnum í kringum 2003. Frá 2005 minnkaði þátttaka lítillega.

Besti árangur innan ESB: Danmörk, Svíþjóð og Finnland

2005

2008

2009

EU 25

9.8

9.5

9.3

Belgium

8.3

6.8

6.8

Bulgaria

1.3

1.4

1.4

Czech Rep.

5.6

7.8 p

6.8

Denmark

27.4

30.2

31.6

Germany

7.7

7.9

7.8

Estonia

5.9

9.8 p

10.5

Ireland

7.4

7.1

6.3

Greece

1.9

2.9

3.3

Spain

10.5

10.4

10.4

France

7.1

7.3

6.0

Italy

5.8

6.3

6.0

Cyprus

5.9

8.5

7.8

Latvia

7.9

6.8

5.3

Lithuania

6.0

4.9

4.5

Luxembourg

8.5

8.5

13.4 p

Hungary

3.9

3.1

2.7

Malta

5.3

6.2

5.8 p

Netherlands

15.9

17.0

17.0

Austria

12.9

13.2

13.8

Poland

4.9

4.7

4.7

Portugal

4.1

5.3 p

6.5

Romania

1.6

1.5

1.5

Slovenia

15.3

13.9

14.6

Slovakia

4.6

3.3

2.8

Finland

22.5

23.1

22.1

Sweden

17.4 p

22.2 b

22.2 p

UK

27.6

19.9 b

20.1

Croatia

2.1

2.2

2.3

Iceland

25.7

25.1

25.1

MK*

:

2.5

3.3

Turkey

1.9

1.8

2.3

Norway

17.8

19.3

18.1

Heimild: Eurostat (LFS) Bestur árangur, slakastur árangur. b = eyða í gögnum. p = bráðabirgðatölur. (01) = 2001. (02) = 2002.

*MK = Makedónía.


Side Bar